Ljót kosningabarátta A-listans...

Ég get ekki orða bundist en ég fékk þennan tölvupóst í gær kvöldi (sjá hér fyrir neðan) sem er algjörlega út af kortinu og á ekki við nein rök að styðjast.

Ég er EKKI í framboði til stjórnar og skil ekki þennan málflutning. það er greinilegt að A-listinn ætlar að blekkja VR-inga með lygi. Þeir sem vilja kynna sér málið nánar geta farið inn á http://www.nyttisland.is/Frett/11220/ en.

Ágæti móttakandi,

ef þú ert í VR vinsamlega lestu áframJ Greiddu svo A – lista atkvæði þitt!

ef ekki sendu á vini þína

L-listinn stendur fyrir Lúðvík –Lýðskrum og Leppframboð Bechtel Bjössa!!!

 

·         L-listinn er framboð Nýs Íslands sem Lúðvík Lúðvíksson stendur að baki studdur af stofnendum NÍ þeim Bjarka Steingrímssyni, Guðrúnu Jóhönnu og Ragnari Þór með dyggum stuðningi Bílamarkaðarins ehf.

·         Allmargir blekktir til að taka sæti á listanum

·         Aðalmarkmið L listans er að fá Bjarka í varformanninn og Ragnar í Lífeyrissjóðinn.

·         Geta ekki unnið með öðrum á lýðræðislegum forsendum. Hvernig fór fyrir samstarfi Nýs Íslands við alþingi götunnar og Hagsmunasamtök heimilana?

·         L-listi í fyrra búinn til með sama hætti, var óvirkur,  fáir mættu, margir vissu ekki að þeir voru í kjöri!

·         Þeir sem ekki hlýddu fyrirmælum Bjarka,  Lúðvíks og félaga sættu ákúrum, ofbeldi og einelti.

·         Lýðræði bara fyrir þá sem deila skoðunum þeirra – aðrar skoðanir óæðri!

·         Þeirra vopn er tortryggni og dylgjur - lygi þar sem það dugir ekki.

·         Hafa haft alla möguleika á að skoða fjármál og lög félagsins og koma með hugmyndir og tillögur til úrbóta ekkert komið. Hafa þess í stað „lekið gögnum“ með það að leiðarljósi að gera eðlilega hluti tortryggilega í áróðurs- og blekkingarskyni.

·         Hóta og standa við fjölmiðlaofbeldi fái þau ekki ráðið.

 

Baráttukveðjur,

Lýðræðissinnar með áhyggjur

 

 


L listi Opins Lýðræðis í VR

 

L listi Opins Lýðræðis í VR

Af hverju bjóðum við fram L lista Opins Lýðræðis í VR ?

Ágætu félagar í VR

Það er löngu orðið ljóst að engar breytingar verða í félaginu okkar á næstu árum ef þessi meirihluti stjórnar fær að stýra félaginu. Því tókum við okkur saman nokkrir félagar í VR og ákváðum að reyna að endurtaka leikinn frá í fyrra og bjóða fram til að freista þess að koma á þeim breytingum sem ætlunin var að byrja á í fyrra. Megin markið okkar á L listanum eru:

  • AÐ opna félagið okkar og fá allt upp á borðið um hvernig hátt í fimm hundruð milljónum er varið í rekstri VR. Gera félagið lýðræðislegra með því að einfalda kosningakerfið, fá meiri og betri upplýsingar og láta félagið vinna fyrir okkur.
  • AÐ fá upplýsingar um ótrúlega sóun á peningunum okkar í Lífeyrissjóðnum. Hverjum var lánað, af hverju og hvaða veð voru á bak við lánin? Hver eru tengsl stjórnarmanna og lántakenda, af hverju tapaði sjóðurinn tugum milljarða?

Í framboði fyrir L listann eru; Kristín G. Ingimundardóttir bókari hjá Betra bak, Salvör Lilja Brandsdóttir ráðstefnudeild Grand Hótel, Björn S. Lárusson atvinnuleitandi og Björg Dan Róbertsdóttir neytendavörusviði Icepharma.

Framboð okkar er á okkar forsendum og tengist ekki neinum samtökum eða hagsmunum í samfélaginu. Við viljum eingöngu vinna af heilindum að hagsmunum félagsmanna og gera VR verkalýðsfélagi í stað hagsmunafélags fjármagnseigenda, sjóðagæslufélagi og valdastofnun.

Nýr formaður og meirihluti stjórnar hefur gjörsamlega brugðist okkur. Þegar þeir komust í þægilega stóla könnuðust þeir ekkert við loforðin í kosningunum í fyrra og lokuðu bloggum sínum. Meirihluti stjórnar er í raun tvær fylkingar gamalla og nýrra stjórnarmanna sem takast á um völd og áhrif en þjóna okkur ekki. Á milli þeirra er formaðurinn sem hefur engu komið í verk af því sem hann lofaði en reynir að ganga í augun á meirihlutanum. Formaður og meirihluti stjórnar hefur sýnt af sér ótrúlegan hroka í garð okkar almennu félagsmanna og hundsað allt sem okkur kemur að gagni. Þau vilja ekki hreyfa við verðtryggingunni eða myntkörfulánum sem eru að sliga mörg okkar. Þau ríghalda í svokallaðan „stöðuleikasáttmála" sem hefur ekki skilað okkur neinu. Þau neita okkur um sjálfsagðar upplýsingar um hvað varð um peningana okkar sem töpuðust í Lífeyrissjóði verslunarmanna. Nú fara þau eins og stormsveipur um vinnustaði og tala um okkur sem ógn við sig en ekki sem lýðræðislegt mótframboð gegn framboði stjórnar og trúnaðarráðs.

Það er einlægur ásetningur okkar að vinna af heilindum fyrir ykkur og gleyma ekki því sem við ætlum okkur. Takist okkur að vinna kosningarnar er kominn nýr meirihluti í stjórn VR sem er þess megnugur að vinna fyrir okkur öll. Við styðjum einnig framboð Halls Eiríkssonar aðstoðarverslunarstjóra í Rúmfatalagernum í einstaklingskjöri.

Kjósið L - lista Opins Lýðræðis í VR -  Stuðningsmenn.


VR-ingar

VR-ingar

 

Þeir sem fengu VR baðið inn til sín fyrir helgi tóku kannski eftir leiðara formanns VR. Þar er hann með kosninga áróður og gerir lítið úr því mótframboði sem barst. Einnig skilur hann ekkert í því hvers vegna fjórir stjórnarmenn skulu standa að mótframboði þar sem hann telur að stjórnarmennirnir hafi verið sammála uppstillingu á A-lista. Ég er ein af þessum stjórnarmönum og hef aldrei gefið blessun mína yfir þessum lista sem stilltur var upp.

 

Vinnubrögð meirihluta stjórnar VR hefur verið algjörlega óásætanleg  og vilji þeirra til að gera VR að leynifélagi mun ég aldrei sætta mig við.

 

Ég hvet því VR félaga að kjósa L-lista – opið lýðræði og hjálpa okkur að koma þessari spillingu burt.


Kæru VR félagar

Kæru VR félagar. Fyrir rúmlega ári síðan fór hópur fólks af stað með báráttu fyrir breytingum innan VR. Við vorum hópur fólks með hugsjónir sem vildi breytingar. Við vildum skoða bókhaldið, við vildum sjá breytingar í lífeyrissjóðnum, aukið gegnsæi í fjárfestingum og aukið lýðræði. Eitt helsta kosningamálið var að opna félagið fyrir félagsmönnum. Í dag er ár síðan og ekkert hefur breyst! Sá hópur sem fór fram í upphafi náði ekki meirihluta í félaginu og frá þeim tíma hafa tveir stjórnarmenn af þeim sex sem náðu kjöri í síðustu hallarbyltingu, tekið stöðu með núverandi meirihluta stjórnar. Það er Ágúst Guðbjartsson, en hans helsta baráttumál var úrsögn úr ASÍ og vantraust á Gylfa Arnbjörnsson forseta ASÍ. Ágústi var boðið sæti sem varamaður í miðstjórn ASÍ og hefur ekkert heyrst frá honum síðan.  Ásta Rut Jónasdóttir, varaþingmanni Framsóknarflokksins gagnrýndi verðtrygginguna harðlega og fyrrverandi formann fyrir að sitja í stjórn fyrirtækis og lífeyrissjóðs. Ástu var boðið sæti í lífeyrissjóðnum og hún hjálpaði svo í kjölfarið stjórnarmeirihlutanum að bola Bjarka Steingrímssyni úr varaformannssæti VR og tók sjálf við því embætti. Hún situr nú í stjórn í opinberu hlutafélagi.   Kristinn Örn formaður vildi beita sér gegn verðtryggingunni sem hann kallaði krabbamein á samfélaginu.  Ofangreind hafa öll neitað að skrifa undir áskorun okkar gegn verðtryggingu sem og gegn öðru úrræðaleysi stjórnvalda á skuldavanda heimilanna. Þau hafa öll kosið gegn skoðun á lánveitingum án veða, til félaga tengdum Bakkavararbræðrum sem eru stærstu skuldarar lífeyrissjóðsins. Sami stjórnarmeirihluti hefur einnig lagt blessun sína yfir nauðasamninga við sömu menn sem bera ábyrgð á því ástandi sem launafólk stendur frammi fyrir í dag. Þau hafa öll lokað bloggum sínum og heimasíðum þar sem helstu kosningamál þeirra voru aðgengileg. Við fjögur höfum staðið með þeim málum sem við stóðum fyrir þegar við buðum okkur fram og félagsmenn kusu með afgerandi hætti. Bjarki Steingrímsson, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Ragnar Þór Ingólfsson og Bergur Steingrímsson höfum einungis unnið okkur það til saka að standa við það sem við lofuðum félagsmönnum okkar að gera. Meirihluti stjórnar hefur farið gróflega gegn vilja félagsmanna í krafti meirihlutavalds. Við höfum því ákveðið að safna saman fólki á nýjan lista gegn uppstilltum lista stjórnarmeirihlutans og óskum við eftir stuðningi og framboðum í trúnaðarráð og stjórn nýja listans.  Nú þegar hafa nokkrir af þeim trúnaðarmönnum sem uppstillinganefnd stillti upp gefið sig fram og ætla að ganga til liðs við nýja listan.  Við skorum á alla trúnaðarmenn, trúnaðarráðsmenn og félgasmenn VR sem hafa áhuga á að fara í þennan slag með okkur að hafa samband í síma 847-7419 (Ragnar), 864-7077 (Guðrún) eða senda  tölvupóst á ragnar.ingolfsson@live.com, g-jo@live.com  Ef við viljum breytingar þá verðum við að kjósa breytingar! Þetta er einstakt tækifæri sem við höfum til að ná fram raunverulegum breytingum. Baráttukveðjur,  Bjarki Steingrímsson Stjórnarmaður í VR Ragnar Þór Ingólfsson Stjórnarmaður í VRGuðrún Jóhanna Ólafsdóttir Stjórnarmaður í VRBergur Steingrímsson Stjórnarmaður í VR 

Ekki gera ekki neitt

Hvert alla sem eiga úlpu að mæta. Samstaða skiptir máli!
mbl.is Sjötti kröfufundurinn á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mætum öll

Það hefur sannað sig að samstaða getur breytt öllu. Við verðum að mæta og láta stjórnvöld vita að við getum ekki beðið lengur og krefjumst aðgerðar í þágu heimilanna strax.


mbl.is Fimmti kröfufundur Nýs Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hið rétta eðli verkalýðsins

Ég sem sitjandi stjórnarmaður í VR er alveg nóg boði!

Staðreyndin er sú að Ásta Rut var ekki kosinn með löglegum hætti sem nýr varaformaður þar sem fundartíminn var liðinn og nokkrir stjórnarmenn farnir af fundinum. Einnig var það ekki auglýst sem liður á stjórnarfundinum. Þetta var allt fyrirfram ákveðið og hið rétta eðli VR (leynifélagsins) kom svo sannarlega í ljós þarna. Bjarki hefur verið til fyrirmyndar í að berjast fyrir hinum almenna félagsmanni í VR. Ég hvet VR-inga að standa upp og mótmæla þessu.

Hvar hefur Ásta Rut verið? Hún sem var formaður hagsmunasamtaka heimilanna og talsmaður þess að afnema meðal annars verðtrygginguna. Ekki hef ég séð hana á Austurvelli eða látið í sér heyra með félagsmönnum sínum í hagsmunasamtökunum eða fyrir félagsmenn VR. Þetta er svo hin nýji varaformaður VR!!!!


mbl.is Lýsa yfir vantrausti á varaformann VR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppsagnarbréf.

Kæra ríkisstjórn og aðrir þingmenn!

Ykkur er hér með sagt upp stöfum og tekur uppsögn ykkar gildi strax. Ekki er farið fram á að þið vinnið uppsagnatíma ykkar. Ástæða uppsagnar er vanræksla í starfi og hunsaðar áminningar vegna aðgerðarleysi ykkar fyrir heimili landsins.

Vinsamlegast skilið lyklum til húsvarðar um leið og þið tæmið skrifborð ykkar.

Kveðja,

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir.


Félagsfundur VR

 

Ég hvet alla félagsmenn til að mæta!

 

Ágæti félagi

VR býður félögum til félagsfundar 30. nóvember nk.
Félagsfundur VR, upplýsinga- og umræðufundur, verður haldinn 30. nóvember 2009 kl. 19:30 á Hilton Reykjavík Nordica.

Dagskrá er sem hér segir:
1.     Samningar og stöðugleikasáttmáli (Kristinn Örn Jóhannesson, formaður VR) 2.     Skipulag launþegahreyfingarinnar: o    VR  (Kristinn Örn Jóhannesson, formaður VR) o    LÍV  (Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, formaður LÍV) o    ASÍ (Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ)3.     Stefnumótun VR (fulltrúar ParX kynna) 4.     Umræður, stjórn VR situr fyrir svörum.Félagsmenn eru hvattir til að mæta.

Bestu kveðjur,
starfsfólk VR
VR
Kringlunni 7 - 103 Reykjavík
Sími 510 1700 - Fax 510 1717
Tölvupóstur vr@vr.is

 

 


Hvenær kemur Gylfi út úr skápnum?

Er Gylfi núna inn í skatta-skáp Jóhönnu að máta? Mæli ég með því að Gylfi máti eitthvað með teygju í mittinu þar sem hann þarf að hafa smá pláss þegar hann étur þetta ofan í sig seinna.


mbl.is Enn verið að máta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband