VR stendur ekki fyrir ValdaRán

Nú eru 3 vikur þar til að kosning til formanns og stjórnar VR hefst. Við sem borgum 0,7% af launum okkar um hver mánaðarmót til stéttafélagsins megum nú með breyttum kosningareglum kjósa beint til trúnaðarstarfa og mun auðveldara er fyrir félagsmenn að bjóða sig fram. Það er því gleðilegt að sjá hversu margir vilja leggja sitt af mörkum í þessum kosningum. VR er ekki einkahlutafélag sem á að vera stjórnað af ákveðnum hópi sem velur sér arftaka. VR er stéttafélag félagsmanna og ekkert er eins sjálfsagt eins og að skipta um fólk í stjórnunarstöðum sem vilja berjast fyrir þeim málefnum sem brennur á hverju sinni. Mubarak, fyrrverandi forseti Egyptalands, hefur væntanlega fundist það fúllt að þurfa stíga til hliðar en vilji fólksins á að ráða, líka hjá okkur í VR .
 
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir
Í framboði til formanns VR.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband