Blessaða normið

Já maður getur nú ekki annað sagt en að normið sé nú alveg yndislegt. Skólinn byrjaður hjá öllum og leikskólinn í full mannaður. Ég er samt með fuglaflensu eða eitthvað. Þetta lýsir sér sem skítur í hálsi og haus fullur af hori. Svo poppar upp svona hitabylgja annarslagið. Veit ekki hvort að ég sé ein í þessu eða hvort að annað fólk af minni stærðargráðu og ætterni hafi fengið svona.

Ég ætla að hnerra mig heim í bælið núna,

Kv,

G-JÓ


10 km

Ó já, ég hljóp 10 km á laugardaginn og núna er ég að drepast úr harðsperrum. Er nokkuð sátt að hafa ekki þurft sjúkrabíl og var ekki seinust þó að ég hafi verið langt frá því að vera fyrst. Núna er stefna tekin á að bæta tímann og hefst æfingar strax og lappirnar jafna sig.

 Kv

G-JÓ


Skammastu þín Guðrún Jóhanna

Já ...þetta er nú ekki mönnum bjóðandi að skrifa ekki baun í heila eilífð. Ég ætla að fara út í horn og skammast mín í smá stund..........

Þá er ég búin að því.

Þessa dagana sit ég heima og horfi á hlaupaskóna og bíð eftir að komast í form... er að fara að hlaup 10 km á laugardaginn en ég held að ég þurfi sjúkrabíl síðustu 8 km...... Ég ætla samt yfir marklínuna dauð eða lifandi.

Annars er ekkert að frétta hérna úr glerskálanum fyrir utan hita sem veldur ákveðnum einbeitingaskorti. Núna eru stelpurnar mína hjá mér miklu meira og er ég komin með fullt forræði yfir þeim. Það er víst fjárskortur sem veldur að ekki sé hægt að sinna þessum greyjum meira á hinu heimilinu. Fannst það samt skrýtið þegar ég hringdi til að vita hvar ég ætti að sækja þær á mánudaginn s.l. þá var faðirinn á Kanaríeyjum. Svona er nú lifið (hahahahaha)

Meira seinna...... B Kv G-JÓ


Köpen

Er í Köpen, kem aftur á fimmtudaginn. Á morgun ætla ég á ströndina ef veðurspáin klikkar ekki og næ ég smá lit. Vaknaði samt kl. 5:30 í morgun (sem er kl. 3:30 á íslenskum tíma), bara gat ekki sofið meir. Fór í ræktina og hljóp 4 km. Ég hélt að ég yrði pottþétt ein þarna, en nei nei, það var önnur kona (sem er líka á fundinum með mér) komin á undan, hel sveitt, á brettinu með bók. Ég á ekki eitt orð.... frétti svo að hún hleypur víst maraþon á hverju ári. Ég gisti á Hilton og er það ekkert smá flott, frábær morgnumatur, spa og sundlaug. Þetta fer mér ágætlega held ég bara Grin

Ég mun örugglega lognast útaf mjög snemma í kvöld.

Kveðja G-JÓ


Sumarið er tíminn þegar mér líður best......

Ofsalega á það vel við mig að vera í sól og hita. Ég finn bara hvernig lundin verður öll mýkri og betri. Í seinustu viku fór ég með stelpurnar í sumarbústað í Skagafjörðinn og var slegið tíma met í pottinum held ég. Ég kom alla vegna heim með létt soðin börn. Þessa vikuna ætlum við Óli að vakan snemma og fara í sund áður en við förum í vinnuna, ég held að það sé alveg nauðsynlegt því að ég var gjörsamlega búin að snúa sólahringnum við í þessu stutta fríi sem ég var í. Ég þarf nú að gera svo eitthvað í úthaldsmálum því að stefnan er tekin á að hlaupa 10 km í Glitsins maraþoninu sem verður haldið þann 18 ágúst nk. (við verðum nú bara að sjá til með það samt Blush)

Bið að heilsa í bili.....

Kveðja G-JÓ


Upp að steini á klukkutíma .....

Já það var heldur betur tekið á því í gær. Fór upp á Esju og Gunni bróðir vildi endilega fara styttri en erfiðari leið og ég mátti ekki vera minni maður (kona) en hann svo ég dröslaðist með honum, andandi blóði, en náði upp að steini á klukkutíma. Fróðir menn sögðu mér að þá væri ég tilbúin á hnjúkinn (það væri nú sjón að sjá..hahahah). Í fyrsta skiptið var ég nú á undan pabba (Jibbícola). Ég var beðin um af vinnufélögum að færa fórnir upp á toppi þar sem við erum að nálgast markmiði (nr.3) í ársuppgjöri og þurfum bara smá herslumun. Gunni bróðir stakk upp á því að ég fórnaði pabba þar sem við fengjum nú örugglega eitthvað fyrir hann en pabbi sagði að það væri lítið sem ekkert að fá fyrir hann svo ég sleppti því Grin

En ég hef þá sigrast á þessu, verð samt að segja að mér finst Vífilsfell skemmtilegra.

Veit ekki hvað það verður næst... kannski Keilir. Í kvöld verður það alla vegna hvítvín með frænku og setið alla tímann.


Esjan á miðvikudag - Vífilsfell seinasta miðvikudag - Sumarbústaður í næstu viku

Já það er mikið um að vera þessa dagana. Seinasta vika var nokkuð þétt bókuð þar sem ég var með stelpurnar. Við fórum í sund, á línuskauta, í bíó, í nauthólsvík, á Úlfarsfell og í útilegu. Ísabella sagði við mig á laugardagskvöldið alveg uppgefin " mamma við hreyfum okkur svo mikið þegar við erum hjá þér". En eins og sést á fyrirsögninni þá er margt að gerast. Ég er komin í herþjálfun hjá honum pabba og dröslar hann mér upp á hvert fjallið á eftir öðru. Ég hélt að ég mundi hósta upp tjörukúlu á leiðinni upp á Vífilsfell en það flokkast víst undir fjall og hef ég því sigrast á fjalli loksins. Stefnan er svo tekin á Esjuna næstkomandi miðvikudag (verður spennandi að sjá hvernig það gengur). Ég ætla svo að drösla börnum í sumarbústað í næstu viku.

Annars er nokkuð þétta dagskrá í vinnunni. Microsoft er með áramót núna um næstu mánaðarmót og gengur allt út á að loka þessu fjárhagsári með glæsibragð eins og hefur tíðkast hingað til.

Núna verða allir að verða Vist-vænir og fá sér Microsoft Vista, uppfæra Office í 2007 og öll fyrirtæki á landinu að fá sér CRM.

Sjáumst/heyrumst...... G-JÓ


Helgafell sigrað - Jibbícola

Þá er maður búin að fara á tvö "fell" en eingin "fjöll". Get s.s. ekki sagt að ég sé göngugarpur dauðans enn sem komið er. Verst fannst mér þó að rétt hanga fyrir aftan pabba allan tímann. Maðurinn er í fanta formi. Ég ætla sko ekki að láta mann sem er heilum 20 árum eldri en ég sigra mig í þoli og styrk. Neibb nú fer að verða breyting á. Markmiði er að fara á FJALL.

DSC_0473


Ég er svo hrikalega orð(ó)heppin!

Ég og Heiða vinkona skelltum okkur aðeins út að viðra afmælisbarnið (mig) á laugardagskvöldið. Förinni var heitið á Thorvaldsen og þegar við göngum inn sjáum við nokkra menn sitja við borð með eina stærstu kampavínsflösku sem ég hef nokkurn tímann séð. Þeir réttu okkur strax glös og buðu smá lögg. Það kom í ljós að þetta voru Svíar og ég var fljót að dusta rykið af sænsku kunnáttu minni og hóf að spjalla við kappanna. Það stoppaði ekki glápið á þá (kvenfólkið þó sérstaklega) og ég segi við einn þeirra (sem greinilega var aðal kappinn) "það er nú meiri athyglin sem þið fáið út á þessa flösku. Þið gætuð verið dvergar en samt fengið athygli" Þá svara hann " ég veit að ég er bara 1.60 cm en ég er EKKI dvergur".... maðurinn gjörsamlega dinglaði löppunum þarna á bekknum og tók ekkert eftir því. Á ca 2 sec. var ég komin með afsökun um að fara á klósettið og kom ekki aftur.

 


Vatn vs. Kók

VATN

75% Bandaríkjamanna eru með krónískan ofþurrk. (Á sennilega við helminginn af íbúum jarðar)
Hjá 37% Bandaríkjamanna er þorstaskynjunin orðin svo slök að hún er oft túlkuð sem hungur.

Jafnvel vægur ofþurrkur getur hægt á brennslukerfi líkamans um 3%.

Eitt glas af vatni nægði til að slá alveg á hungurverki seint að kvöldi hjá næstum 100% þátttakenda
í könnum hjá Háskóla í  Washington .

Ónóg neysla af vatni, er í FYRSTA SÆTI yfir það sem veldur þreytu yfir daginn.

Niðurstöður úr einni könnun gefa til kynna að drekki fólk 8-10 glös af vatni yfir daginn
gæti það létt á bakverkjum og liðaverkjum hjá allt að 80% þeirra sem þjást af þessum verkjum.

Ef vatnið í líkamanum minnkar um aðeins 2% getur það valdið lélegu skammtímaminni,
erfiðleikum með einfalda stærðfræði og skorti á einbeitingu við lestur á tölvuskjá eða annað prentmál.

Að drekka 5 glös af vatni á dag dregur um 45% úr áhættu á krabbameini í þörmum auk þess sem það getur dregið
allt að 79% úr áhættu á brjóstkrabba og lækkar áhættu karlmanna á blöðruhálskrabbameini um 50%.

Viltu ekki fá þér vatnssopa???

KÓK


Í mörgum bandarískum fylkjum er vegalögreglan með 10 lítra af kóki bílunum hjá sér til að þrífa blóð af vegum eftir umferðarslys.

Þú getur sett T-Bone steik í skál af kóki og hún verður horfin eftir 2 daga.

Til að hreinsa klósettið:
Helltu einni dós af kók ofan í klósetið, bíddu í eina klukkustund og sturtaðu svo niður. Sýran í kókinu leysir upp bletti.

Til að fjarlægja ryðbletti af krómstuðurum: Dýfðu krumpuðum álpappír í kók og nuddaðu stuðarann.

Til að hreinsa rafgeyminn í bílnum: Helltu einni dós af kók yfir rafgeymatengslin.

Til að losa ryðgaðan bolta (skrúfu). Rennbleyttu tusku með kóki og haltu henni að boltanum í nokkrar mínútur.

Til að fjarlægja fitubletti úr fatnaði: Helltu einni dós af kók í þvottavélina bættu við þvottaefni og þvoðu eins og venjulega. Kókið leysir upp fitublettina.

Framrúðan á bílnum þínum hreinsast líka vel með kóki.

Virka efnið í kók er phosphoric acid.  Ph í kók er 2.8. Það getur leyst upp nögl á ca fjórum dögum.

Til að flytja Coca-Cola sýrópið (fullan styrk) þurfa vöruflutningabifreiðar að hafa á sér viðvörunarskilti
sem einungis eru notuð á bíla sem annast flutning á MJÖG ÆTANDI EFNUM.

Dreifingaraðilar Coca-Cola hafa notað gosdrykkinn í um það bil 20 ár  til að hreinsa vélarnar í trukkunum hjá sér.

Langar þig enn í hressandi dós af Cola drykk?

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband