Ljót kosningabarátta A-listans...

Ég get ekki orða bundist en ég fékk þennan tölvupóst í gær kvöldi (sjá hér fyrir neðan) sem er algjörlega út af kortinu og á ekki við nein rök að styðjast.

Ég er EKKI í framboði til stjórnar og skil ekki þennan málflutning. það er greinilegt að A-listinn ætlar að blekkja VR-inga með lygi. Þeir sem vilja kynna sér málið nánar geta farið inn á http://www.nyttisland.is/Frett/11220/ en.

Ágæti móttakandi,

ef þú ert í VR vinsamlega lestu áframJ Greiddu svo A – lista atkvæði þitt!

ef ekki sendu á vini þína

L-listinn stendur fyrir Lúðvík –Lýðskrum og Leppframboð Bechtel Bjössa!!!

 

·         L-listinn er framboð Nýs Íslands sem Lúðvík Lúðvíksson stendur að baki studdur af stofnendum NÍ þeim Bjarka Steingrímssyni, Guðrúnu Jóhönnu og Ragnari Þór með dyggum stuðningi Bílamarkaðarins ehf.

·         Allmargir blekktir til að taka sæti á listanum

·         Aðalmarkmið L listans er að fá Bjarka í varformanninn og Ragnar í Lífeyrissjóðinn.

·         Geta ekki unnið með öðrum á lýðræðislegum forsendum. Hvernig fór fyrir samstarfi Nýs Íslands við alþingi götunnar og Hagsmunasamtök heimilana?

·         L-listi í fyrra búinn til með sama hætti, var óvirkur,  fáir mættu, margir vissu ekki að þeir voru í kjöri!

·         Þeir sem ekki hlýddu fyrirmælum Bjarka,  Lúðvíks og félaga sættu ákúrum, ofbeldi og einelti.

·         Lýðræði bara fyrir þá sem deila skoðunum þeirra – aðrar skoðanir óæðri!

·         Þeirra vopn er tortryggni og dylgjur - lygi þar sem það dugir ekki.

·         Hafa haft alla möguleika á að skoða fjármál og lög félagsins og koma með hugmyndir og tillögur til úrbóta ekkert komið. Hafa þess í stað „lekið gögnum“ með það að leiðarljósi að gera eðlilega hluti tortryggilega í áróðurs- og blekkingarskyni.

·         Hóta og standa við fjölmiðlaofbeldi fái þau ekki ráðið.

 

Baráttukveðjur,

Lýðræðissinnar með áhyggjur

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég er ekki félagi í VR og þekki einungis Ragnar Þór í gegnum bloggið. Hef lesið margar færslur frá honum um verkalýðsmál og finnst hann vægast sagt með afar miklar ranghugmyndir um allt það batterý. Hann virðist ofstækisfullur og mjög reiður. Ég mundi ekki treysta honum til trúnaðarstarfa fyrir verkalýðsfélag sem ég væri félagi í. Tek það fram að Ragnar er frændi minn og þannig hófust okkar blogsamskipti.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.3.2010 kl. 09:16

2 Smámynd: Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir

Sæl Hólmfríður og takk fyrir innleggið. Ég kynntist Ragnari fyrir ári síðan og verð ég að segja að það eru fáir jafn skemmtilegir og hressir eins og hann. Hann hefur mikla innsýn í lífeyrismálin og held ég að við höfum gott af því að fá smá mótvægi í þessi einsleitnu stýringu lífeyrisjóðanna.

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, 23.3.2010 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband