Sundferð dauðans...

Já það er nú ekki öll vitleysan eins. Eftir að hafa flutt alla búslóðina upp í risið mitt var ákveðið að fara í sund. Ég, Gunni bróðir og Óli minn skelltum okkur í Laugar (þar sem við eigum nú kort þar þá var það alveg tilvalið). Sundferðin byrjaði á því að ég læsti lyklana af skápnum inni þannig og horfði upp á það að fara á sundfötum heim. Ég lét það nú ekki stopp mig og hélt út í laug þar sem ég mæti syni mínum með klósetrúllu upp í nefinu. Hann hafði fengið blóðnasir í sturtunni á leiðinni út í laug. Við lögðumst nú pottinn og létum þetta ekki á okkur fá en ég ákvað að fara fyrr upp þar sem að ég þurfti að fá tangir og græjur til að opna skápinn hjá mér. Á meðan skellir Gunni bróðir sér í heitapottinn inni en á leiðinni ofan í þá rennur hann til og rífur skýluna í klofinu og allt stellið var bara lafandi þarna á augabragði. Við ákváðum bara að fá okkur skyndibita og fara svo heim að sofa.

Annars er allt fínt að frétta, var í London með henni Heiðu minni (hægt er að lesa ferðasögu og skoða myndir á http://bellaninja.spaces.live.com) og var það mjög hressandi. Lagðist svo í flensu en er öll að koma til.


Allt að koma og ég að fara....

Íbúðin skot gengur og held ég að ég útskrifist með viðurkennda gráðu í veggfóðrun eftir þetta ævintýri. Parketið komið á og nú er bara að fela allar snúrur bakvið lista og klína þá fasta á vegginn. Ég þarf aftur á móti að bregða mér aðeins til London á fimmtudaginn en verð ekki lengi.

Hann sonur minn fær fullthús stiga fyrir fíflaskap, en í gær var hann með ljósaperu upp í munninum á sér og vinur hans rekur sig í hann þannig að ljósaperan sprakk upp í munninum á honum og þurfti að sauma og plokka glerbrot úr góminum. Hann hefur ekki verið með kveikt á perunni í gær....


Staðreynd?

Men are like a fine wine. They begin as grapes, and it's up to women to stomp the shit out of them until they turn into something acceptable to have dinner with.


Með ris í hlíðunum.......

Jú jú kæru vinir, nú er ris hjá mér í hlíðunum. Ég var nefnilega að fjárfesta í einni slíkri íbúð og er að truflast úr harðsperrum eftir að hafa borið parket upp og drasl niður. Hver þarf á líkamsrækt að halda þegar þú getur rifið og slitið alla vöðva í líkamanum bara með því að hanga með mér eina helgi?

Ég verð samt að taka það fram að bræður mínir tveir eiga heiður skilið fyrir dugnað og hjálpsemi. Þeir eru nú þegar búnir að parketleggja fyrir mig alla stofuna og gangin. Það eru ekki allir sem leggja það á sig að vera á fjórum fótum alla helgina fyrir systur sína W00t 

Heppin !!!!!!!!!


Maí 2007

Jæja þá er maí 2007 að skella á okkur og mér finnst ég vera óundirbúin. Kosningar og Eurovision núna 12 maí og svo er veriða að bjóða mér til London 17 maí til að halda upp á þjóðhátíðardag Norðmanna. Kanski mun ég bara taka með mér hjólaskautana og taka atriði úr Xanadu...... það er aldrei að vita.........

 

Læt ykkur vita


Ég er alvöru kona!

Þekkir þú fínar dömur og alvöru konur í sundur?

Fínar dömur
: Ef þú hefur ofsaltað matinn sem þú ert að elda, þá skaltu setja kartöflu í pottinn. Hún dregur saltið í sig.
Alvöru konur: Ef þú ofsaltaðir matinn er það bara assgoti pirrandi.


Fínar dömur
: Það er auðvelt að lækna höfuðverk með því að skera límónu í sundur og nudda henni á ennið.
Alvöru konur: Taktu límónu og blandaðu henni við tekíla og salt og drekktu. Höfuðverkurinn hverfur sennilega ekki, en þér verður alveg sama.


Fínar dömur
: Ef þú setur sykurpúða í botninn á vöffluformi, þá lekur ísinn ekki í gegnum það.
Alvöru konur: Sjúgðu bara ísinn úr vöffluforminu. Þú liggur hvort eð er örugglega með fæturna upp í loft í sófanum og borðar hann.


Fínar dömur
: Þú getur komið í veg fyrir að kartöflur spíri með því að setja epli í pokann með þeim.

Alvöru konur: Kauptu karföflumúspakka, hann geymist í heilt ár í eldhússkápnum.


Fínar dömur
: Kökur fá jafna, slétta áferð ef þú penslar þær með eggjahvítu áður en þær fara í ofninn.
Alvöru konur: Betty Crocker segir ekkert til um penslun á kökunni. Slepptu þessu bara
.

Fínar dömur
: Ef þú átt erfitt með að opna sultukrukku er gott að setja á sig gúmmíhanska. Þannig færðu betra grip. .  
Alvöru konur: Biddu myndarlega, ríka og einhleypa nágrannann um að opna krukkuna!  


Fínar dömur
: Ekki hella afgangs rauðvíni. Það má frysta í ísmolabakka og nota í sósur seinna.
Alvöru konur: Hvað er afgangs rauðvín?
 

Já ég veit.....

það er orðið nokkuð langt síðan að ég skrifaði seinast. Ég er bara búin að vera löt og líka smá upptekin. En í dag sá ég að Ofur Baldur vinur minn er byjaður að blogga og þá verður maður að spýta í lófana til að vera ekki minni maður (kona).

Hausin á mér er að springa vegna offlæðis á tæknilegum upplýsingum sem ég þarf að kunna einn tveir og bingó...... Og hvað er málið með að skammstafa allt..........það er ekki nokkuð leið að skilja fólkið hérna í vinnunni...

Annars er ég að leita að íbúð núna, og hugsanlega mun ég gera tilboð í eina sem ég skoðaði..... spennó.

Jæja ætla að halda áfram að vinna..................... kveðja, G-JÓ


Komin á klakann.....

Og allt á fullu.

Ég er s.s. komin heim hel brún og sæl. Ísabella Ninja vill flytja þangað og sá enga fyrirstöði að fara strax aftur út. Irena er ekki alveg jafn mikið fyrir hitan eins og hún enda smá brend eftir herlegheitin.

Vinnan byrjar með trukki og dýfu. Í gær var dinner með Doug Burgum einum af æðstu mönnum Microsoft. Næstu 2 vikurnar er þétt planaðar í alls konar morgnfundum og ráðstefnum. 

Ég og hún Heiða ætlum samt að gera okkur glaðan dag í kvöld og kíkja á lífið, enda er ég búin að vera í "mömmó" stanslaust í 3 vikur. 

Kveðja, Gulbrún


http://picasaweb.google.com/bellaninja

Sælir góðir hálsar og kirtlar (þeir sem eru enn með sína).

Ég var að setja inn myndir frá Kanarí inn á picasaweb albúmið mitt..... endilega að kíkja á það.

Kveðja úr sólinni ...... GULBRÚN og co


Sma skilabod fra Kanari

Hello,

Vildi bara senda kvedju á ykkur. Thad er smá sólbruni í gangi en ekkert alvarlegt. Ísabella er í essinu sínu og thykist geta prumpad og ropad á spaensku, Irena kemur varla upp úr lauginni og Óli er ekkert smá duglegur ad hjálpa mér. Erum í Tívolíi núna og vorum í dýragari í dag. Hótleid er frábaert og vedrid flott.

Laet ykkur heyra frá mér aftur fljótlegaCool


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband