Ábyrgð og hófsemi


Hvaða ábyrgð, hófsemi og aðhald hefur verkalýðshreyfingin sýnt?

Við höfum séð ábyrgar skattahækkanir sem engu hafa skilað nema hækkun á neysluvísitölu. Við höfum séð hófsamar og ábyrgar innistæðutryggingar án takmarkana þar sem stór hluti þeirra upphæða sem tryggður var, eru sömu skuldirnar og almenningur verður skattpíndur næstu áratugi til að greiða.

Við höfum séð ábyrgð og hófsemi í gjaldskrárhækkunum orkuveitunnar og niðurskurði hjá leikskólum og grunnskólum.

 

Við þekkjum ábyrgð verkalýðshreyfingarinnar í að mótmæla því að ríkið innheimti skattstofn sinn í séreignasparnaði til að hlífa heimilum landsins við frekari álögum.

Með ábyrgum og hófsömum hætti stakk Verkalýðshreyfingin hausnum á bólakaf í sandinn á meðan almenningur leitaði réttar síns vegna stökkbreyttra húsnæðis og bílalána og tók svo á endanum ábyrga afstöðu með fjármálafyrirtækjunum.

Nú ætlar verkalýðshreyfingin að bjóða launafólki í kökuboð þar sem sýnt verður fram á hversu lítið sé til skiptanna.

 

Hvar var verkalýðshreyfingin þegar fjármagnseigendur voru að skera sínar sneiðar af sömu köku sem ekkert er eftir af? Hvar var verkalýðshreyfingin þegar milljarðahundruðum var eytt í að kaup verðlausa skuldabréfa út úr peningamarkaðssjóðum sem ekki voru ríkistryggðir en í eigu og stjórnað af útvöldum. Hvar var verkalýðshreyfingin þegar kökusneiðunum var sólundað í sama svartholið og kom okkur á hliðina?

 

www.facebook.com/formadurvr


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband