Kæru VR félagar

Kæru VR félagar. Fyrir rúmlega ári síðan fór hópur fólks af stað með báráttu fyrir breytingum innan VR. Við vorum hópur fólks með hugsjónir sem vildi breytingar. Við vildum skoða bókhaldið, við vildum sjá breytingar í lífeyrissjóðnum, aukið gegnsæi í fjárfestingum og aukið lýðræði. Eitt helsta kosningamálið var að opna félagið fyrir félagsmönnum. Í dag er ár síðan og ekkert hefur breyst! Sá hópur sem fór fram í upphafi náði ekki meirihluta í félaginu og frá þeim tíma hafa tveir stjórnarmenn af þeim sex sem náðu kjöri í síðustu hallarbyltingu, tekið stöðu með núverandi meirihluta stjórnar. Það er Ágúst Guðbjartsson, en hans helsta baráttumál var úrsögn úr ASÍ og vantraust á Gylfa Arnbjörnsson forseta ASÍ. Ágústi var boðið sæti sem varamaður í miðstjórn ASÍ og hefur ekkert heyrst frá honum síðan.  Ásta Rut Jónasdóttir, varaþingmanni Framsóknarflokksins gagnrýndi verðtrygginguna harðlega og fyrrverandi formann fyrir að sitja í stjórn fyrirtækis og lífeyrissjóðs. Ástu var boðið sæti í lífeyrissjóðnum og hún hjálpaði svo í kjölfarið stjórnarmeirihlutanum að bola Bjarka Steingrímssyni úr varaformannssæti VR og tók sjálf við því embætti. Hún situr nú í stjórn í opinberu hlutafélagi.   Kristinn Örn formaður vildi beita sér gegn verðtryggingunni sem hann kallaði krabbamein á samfélaginu.  Ofangreind hafa öll neitað að skrifa undir áskorun okkar gegn verðtryggingu sem og gegn öðru úrræðaleysi stjórnvalda á skuldavanda heimilanna. Þau hafa öll kosið gegn skoðun á lánveitingum án veða, til félaga tengdum Bakkavararbræðrum sem eru stærstu skuldarar lífeyrissjóðsins. Sami stjórnarmeirihluti hefur einnig lagt blessun sína yfir nauðasamninga við sömu menn sem bera ábyrgð á því ástandi sem launafólk stendur frammi fyrir í dag. Þau hafa öll lokað bloggum sínum og heimasíðum þar sem helstu kosningamál þeirra voru aðgengileg. Við fjögur höfum staðið með þeim málum sem við stóðum fyrir þegar við buðum okkur fram og félagsmenn kusu með afgerandi hætti. Bjarki Steingrímsson, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Ragnar Þór Ingólfsson og Bergur Steingrímsson höfum einungis unnið okkur það til saka að standa við það sem við lofuðum félagsmönnum okkar að gera. Meirihluti stjórnar hefur farið gróflega gegn vilja félagsmanna í krafti meirihlutavalds. Við höfum því ákveðið að safna saman fólki á nýjan lista gegn uppstilltum lista stjórnarmeirihlutans og óskum við eftir stuðningi og framboðum í trúnaðarráð og stjórn nýja listans.  Nú þegar hafa nokkrir af þeim trúnaðarmönnum sem uppstillinganefnd stillti upp gefið sig fram og ætla að ganga til liðs við nýja listan.  Við skorum á alla trúnaðarmenn, trúnaðarráðsmenn og félgasmenn VR sem hafa áhuga á að fara í þennan slag með okkur að hafa samband í síma 847-7419 (Ragnar), 864-7077 (Guðrún) eða senda  tölvupóst á ragnar.ingolfsson@live.com, g-jo@live.com  Ef við viljum breytingar þá verðum við að kjósa breytingar! Þetta er einstakt tækifæri sem við höfum til að ná fram raunverulegum breytingum. Baráttukveðjur,  Bjarki Steingrímsson Stjórnarmaður í VR Ragnar Þór Ingólfsson Stjórnarmaður í VRGuðrún Jóhanna Ólafsdóttir Stjórnarmaður í VRBergur Steingrímsson Stjórnarmaður í VR 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband