Stjórn VR á að víkja

Nú er svo komið að allar vonir um breytt ástand innan stjórnar VR eru brostnar og það leynimakk sem einkennt hefur störf hóps innan stjórnar ætlar engan enda að taka. Það hefur leitt mig að þeirri niðurstöðu að boðað skuli til kosninga svo fljótt sem auðið er.  Heiðarlegt er að öll stjórnin og formaður leggi störf sín á borðið og félagsmenn velji þá leið sem farin verði í enduruppbyggingu félagsins.  Mun ég því leggja fram tillögu þess eðlis á stjórnarfundi sem haldinn verður 29 desember næstkomandi. 
 
Þar sem ég er á móti öllu leynimakki mun ég gera grein fyrir niðurstöðunni strax eftir fundinn, en ég trúi því að þeir sem hafa hagsmuni félagsmanna að leiðarljósi muni styðja þessa tillögu mína.

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir

Stjórnarmaður VR


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband