Framboð til formanns VR

„Vegna fjölda áskorana hef ég, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir,  tekið þá ákvörðun að gefa kost á mér til formanns VR“.

Það er kominn tími til að kröftug kona sem er óhrædd við að berjast opinberlega að kjaramálum félagsmanna, hvort sem það er í formi launa eða leiðréttingu lána, leiði VR á þessum erfiðu tímum.

Ég hef haft það sem forgangsmál í minni stjórnartíð hjá VR að efla gegnsæi, auka heiðarleika og hvetja verkalýðsforystuna til að taka afstöðu með félagsmönnum á sýnilegan hátt. Þessari vinnu vil ég halda áfram og gefa VR rödd sem talar máli félagasmanna óháð því hvaða stjórnmálaflokkur situr við völd. Verkalýðsfélögin eiga að vera óháð allri pólitík en þannig er hægt að hámarka ávinning félagsmanna.

Hlakka ég til að taka þátt í þessum kosningum sem eru framkvæmdar í fyrsta skipti með nýsettum lögum er marka tímamót í sögu félagsins. Félagsmönnum er nú gefinn kostur á að velja sér fólk til trúnaðarstarfa með lýðræðislegum hætti en það verk var fyrsta skrefið í að opna félagið og auka þar með lýðræðið.

 

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir

Meistaranemi í alþjóðaviðskiptum, stjórnarmaður og félagsmaður VR.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Áttir þú nokkuð þátt í skemmdarverkinu?

Eyjólfur G Svavarsson, 31.1.2011 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband