Fjölskyldan þarf rými í yfirstandandi kjarasamningum

Launafólk hefur kjarasamnings bundinn rétt til tíu daga á launum vegna veikinda barna sem þeir hafa á framfæri sínu. Ekki þarf að fjölyrða um að þeir hafi komið sér vel, þó við vildum helst ekki nýta þá, ef við hefðum val.

 Eftir því sem börn okkar eldast þá minnkar þörf okkar á þessum samningsbundna rétti. Hver skyldi ástæðan vera fyrir því, að verkalýðshreyfingin hafi ekki samið þannig að réttur okkur hverfi ekki, heldur hafi launafólk möguleika á að aðstoða þá sem okkur standa næst, t.d. maka eða foreldra?

Það að launafólk sem ekki er með börn á framfæri þurfi að taka sér launalaust leyfi til að sinna foreldrum eða maka í veikindum þeirra, er samfélagslega óhagkvæmt og yfirstandandi kjarasamningar verða að taka á málefnum fjölskyldunnar í heild. Það er mín krafa!

 

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir í framboði til formanns VR

www.facebook.com/formadurvr

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband