1.3.2007 | 15:28
1. mars 2007
Þetta er góður dagur!
Sólin skín, bjórinn á afmæli og vsk lækkar. Það er spurning um að halda upp á 1. mars árlega eftir þetta og legg ég til að við förum í skrúðgöngu inn í Kringlu (of kalt til að fara niður Laugaveginn).
Núna bíð ég bara eftir því að við færum okkur einu skrefi nær siðmenningu og leyfum sölu áfengis í matvöruverslunum. Ekki það að ég hafi nokkra trú á því að þessi lækkun á matvöruverði komi til að skila sér til okkur neytenda. Mín reynsla úr verslunargeiranum hefur kennt mér það að hver einasta afsökun til hækkunar er notuð.
Það er samt til lausn á þessum vanda því að eins og kom fram í Kastljósi í gærkvöldi þá getur fjöldskylduhjálpin ekki losað sig við allar þær byrgðir af mat sem þeim er gefið svo vörurnar hreinlega skemmast hjá þeim. Legg ég því til að við sameinumst og hjálpum þeim að losa sig við þessar byrgðir og þrýstum verði á matvöru niður í leiðinni.
Athugasemdir
Sæl.
Maður verður að vera duglegur að blogga núna:) hehehe....
Kv; Hugrún
Hugrún Bjarnadóttir, 2.3.2007 kl. 10:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.