15.5.2007 | 11:34
Allt að koma og ég að fara....
Íbúðin skot gengur og held ég að ég útskrifist með viðurkennda gráðu í veggfóðrun eftir þetta ævintýri. Parketið komið á og nú er bara að fela allar snúrur bakvið lista og klína þá fasta á vegginn. Ég þarf aftur á móti að bregða mér aðeins til London á fimmtudaginn en verð ekki lengi.
Hann sonur minn fær fullthús stiga fyrir fíflaskap, en í gær var hann með ljósaperu upp í munninum á sér og vinur hans rekur sig í hann þannig að ljósaperan sprakk upp í munninum á honum og þurfti að sauma og plokka glerbrot úr góminum. Hann hefur ekki verið með kveikt á perunni í gær....
Athugasemdir
Æiii. Eymingja Óli skóli......hvernig útskýrir maður svona á slysó??? Var með PERU í munninum.......jeh, right!!!! En hann getur TREYST þþví að þetta fer ekki lengra......Hahahaha!!! Vona að hann verði svo betri en nýr!!!! Hjördís frænka:)
Hjördís G. Thors (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 12:16
Hvaðan hefur drengurinn þessar afburðargáfur - líklega úr föðurættinni...... En okkur þykir nú samt vænt um hann og þar sem hann er óþarflega fríður þá eiga nokkur auka-spor ekki að koma að sök....... Kysstu hann frá frænku sinni!
Ingibjörg Gunnarsdóttir, 15.5.2007 kl. 13:34
ááátssssss greyið....
massa góða ferð til London sæta skotta :)
Hulda Kristín (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 17:08
Ég þarf að hætta að vera með ljósaperu í munninum. Það er greinilega ekkert sniðugt hjá mér.
Baldur Sigurðarson, 21.5.2007 kl. 01:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.