29.5.2007 | 11:01
Sundferð dauðans...
Já það er nú ekki öll vitleysan eins. Eftir að hafa flutt alla búslóðina upp í risið mitt var ákveðið að fara í sund. Ég, Gunni bróðir og Óli minn skelltum okkur í Laugar (þar sem við eigum nú kort þar þá var það alveg tilvalið). Sundferðin byrjaði á því að ég læsti lyklana af skápnum inni þannig og horfði upp á það að fara á sundfötum heim. Ég lét það nú ekki stopp mig og hélt út í laug þar sem ég mæti syni mínum með klósetrúllu upp í nefinu. Hann hafði fengið blóðnasir í sturtunni á leiðinni út í laug. Við lögðumst nú pottinn og létum þetta ekki á okkur fá en ég ákvað að fara fyrr upp þar sem að ég þurfti að fá tangir og græjur til að opna skápinn hjá mér. Á meðan skellir Gunni bróðir sér í heitapottinn inni en á leiðinni ofan í þá rennur hann til og rífur skýluna í klofinu og allt stellið var bara lafandi þarna á augabragði. Við ákváðum bara að fá okkur skyndibita og fara svo heim að sofa.
Annars er allt fínt að frétta, var í London með henni Heiðu minni (hægt er að lesa ferðasögu og skoða myndir á http://bellaninja.spaces.live.com) og var það mjög hressandi. Lagðist svo í flensu en er öll að koma til.
Athugasemdir
Heilbrigð sál í hraustum líkama - yeah right.......!! Ég er viss um að ekkert af þessu hefði gerst - ef þið hefðuð bara farið beint í skyndibitann. Annars - til hamingju með flutninginn í nýju íbúðina...... Hvenær er frænkukvöldsmætingin?
Ingibjörg Gunnarsdóttir, 29.5.2007 kl. 11:12
Hahahahahahaha!!! Það er hægt að fá "Hóp-fjölsk.-þroskaheftis-afslátt" á sundstöðum borgarinnar fyrir svona fólk og mér sýnist í fljótu bragði að þið eigið rétt á ÖRORKU líka!!!!! Hahahahahaha!!! Láttu okkur hin vita þegar þið ætlið í sund aftur ....þá förum við hin bara seinna!!!! Hahahahaha!!! Var þetta nokkuð Máfastellið sem birtist þarna hjá Gunna Má????
Hjördís frænka:)
Hjördís G. Thors (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 11:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.