4.6.2007 | 19:46
Ég er svo hrikalega orð(ó)heppin!
Ég og Heiða vinkona skelltum okkur aðeins út að viðra afmælisbarnið (mig) á laugardagskvöldið. Förinni var heitið á Thorvaldsen og þegar við göngum inn sjáum við nokkra menn sitja við borð með eina stærstu kampavínsflösku sem ég hef nokkurn tímann séð. Þeir réttu okkur strax glös og buðu smá lögg. Það kom í ljós að þetta voru Svíar og ég var fljót að dusta rykið af sænsku kunnáttu minni og hóf að spjalla við kappanna. Það stoppaði ekki glápið á þá (kvenfólkið þó sérstaklega) og ég segi við einn þeirra (sem greinilega var aðal kappinn) "það er nú meiri athyglin sem þið fáið út á þessa flösku. Þið gætuð verið dvergar en samt fengið athygli" Þá svara hann " ég veit að ég er bara 1.60 cm en ég er EKKI dvergur".... maðurinn gjörsamlega dinglaði löppunum þarna á bekknum og tók ekkert eftir því. Á ca 2 sec. var ég komin með afsökun um að fara á klósettið og kom ekki aftur.
Athugasemdir
Þegar þú varst lítil þá náðir þú allavega niður.
Í Alvöru talað!
Ólafur Þór Gunnarsson, 4.6.2007 kl. 19:51
já alla leið niður.... ekki þetta grey
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, 4.6.2007 kl. 20:12
Hahahahahaha!!!
Alveg ertu SÉRFRÆÐINGUR í að koma með svona úrvals setningar!!!! Gott að Gunni Már bróðir þinn var ekki þarna.....þvi eins og menn muna sagði hann við dverginn forðum: ´SKAMMASTU ÞÍN!!!! (Það skal tekið skýrt fram að Gunni Már var bara 5 eða 6 ára!!) vitandi að maðurinn hafði EKKI borðað matinn sinn, því annars væri hann orðinn stór!!!
Hjördís G. Thors (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 21:33
Jag er din mormor fran Island och jag er dvarg...........
Ingibjörg Gunnarsdóttir, 5.6.2007 kl. 08:24
Guðrún mín það ert bara þú sem að lendir í svonalöguðu hahahahah
Mafía-- Linda Róberts., 5.6.2007 kl. 13:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.