Helgafell sigrað - Jibbícola

Þá er maður búin að fara á tvö "fell" en eingin "fjöll". Get s.s. ekki sagt að ég sé göngugarpur dauðans enn sem komið er. Verst fannst mér þó að rétt hanga fyrir aftan pabba allan tímann. Maðurinn er í fanta formi. Ég ætla sko ekki að láta mann sem er heilum 20 árum eldri en ég sigra mig í þoli og styrk. Neibb nú fer að verða breyting á. Markmiði er að fara á FJALL.

DSC_0473


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Sigurðarson

Seig ertu stelpa. Nú er bara að þramma á Esjuna. Þá ertu búin að komast á fjall. Svo er það Fimm-Vörðu-Háls með Útivist um Jónsmessuhelgina með tilheyrandi söng og drykkjulátum. Þá ertu orðin nokkuð gjaldgeng.    Til hamingju með afmælið.

Baldur Sigurðarson, 16.6.2007 kl. 01:35

2 identicon

Jæja Guðrún mín......Ég er nú að stofna fjallgönguklúbb sem ætlar að klífa Himmelbjerget i Danmörku!!! Hvað segir þú um það??? Það er heilt BJARG!! Geri aðrir betur!!! Hjördís frænka:)

Hjördís G. Thors (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 14:36

3 Smámynd: Brynjar Svansson

Einn smá forvitinn. Hvaða Helgafell er þetta því þau eru til þrjú sem ég veit um.

Brynjar Svansson, 18.6.2007 kl. 23:17

4 Smámynd: Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir

Þetta blessaða Helgafell sem er hjá Kaldárssel.

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, 21.6.2007 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband