Skammastu þín Guðrún Jóhanna

Já ...þetta er nú ekki mönnum bjóðandi að skrifa ekki baun í heila eilífð. Ég ætla að fara út í horn og skammast mín í smá stund..........

Þá er ég búin að því.

Þessa dagana sit ég heima og horfi á hlaupaskóna og bíð eftir að komast í form... er að fara að hlaup 10 km á laugardaginn en ég held að ég þurfi sjúkrabíl síðustu 8 km...... Ég ætla samt yfir marklínuna dauð eða lifandi.

Annars er ekkert að frétta hérna úr glerskálanum fyrir utan hita sem veldur ákveðnum einbeitingaskorti. Núna eru stelpurnar mína hjá mér miklu meira og er ég komin með fullt forræði yfir þeim. Það er víst fjárskortur sem veldur að ekki sé hægt að sinna þessum greyjum meira á hinu heimilinu. Fannst það samt skrýtið þegar ég hringdi til að vita hvar ég ætti að sækja þær á mánudaginn s.l. þá var faðirinn á Kanaríeyjum. Svona er nú lifið (hahahahaha)

Meira seinna...... B Kv G-JÓ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Velkomin heim.. þetta var nú langt ferðalag hjá þér... hahahaha

Stella (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 16:07

2 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Gott að fá þig til baka Duru......  Ég skal redda þér sjúkrabíl - svona til að fylgja þér á laugardaginn.  Annars trúi ég og treysti að þú verðir fjölskyldunni til sóma og komir í mark - svona með útbreiddan faðminn og slítir borðann (sjá - bíómyndir)......     Annað - sælt er að vera fátækur og fara til Kanarý!

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 15.8.2007 kl. 08:22

3 identicon

Hlaupadrottnig.....þú tekur þetta...!!! Það er þetta með fjárskortinn.......hann kemur í svo mörgum og furðulegum myndum!!! Það er hægt að vera FÁTÆKUR á svo marga vegu Guðrún mín..... Þú ert bara svo rík!!!!Alavja H:)

Hjördís G. Thors (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband