28.8.2007 | 15:52
Blessaða normið
Já maður getur nú ekki annað sagt en að normið sé nú alveg yndislegt. Skólinn byrjaður hjá öllum og leikskólinn í full mannaður. Ég er samt með fuglaflensu eða eitthvað. Þetta lýsir sér sem skítur í hálsi og haus fullur af hori. Svo poppar upp svona hitabylgja annarslagið. Veit ekki hvort að ég sé ein í þessu eða hvort að annað fólk af minni stærðargráðu og ætterni hafi fengið svona.
Ég ætla að hnerra mig heim í bælið núna,
Kv,
G-JÓ
Athugasemdir
Agalegt að þú skulir vera komin með fuglaflensuna, mér skilst að hún sé rosalega leiðinleg. Er ekki bara best að fá sér magnýl, held að það ætti alveg að duga. Og svo grænan Ópal, í stíl við horið.
Batnaðarkveðjur!
María Tómasdóttir, 30.8.2007 kl. 18:17
Guðrún mín.....ég var með þetta sama, allur pakkinn með hor útá kinn og allt!!! Var að verða vitlaus á þessu. Stella líka....svo þu varst ekki ein í famelíunni svona. Það er undir þessum kringumstæðum (rundtomsteder á dönsku) sem manni verður ljós hvílíkur kynþokki er samfara því að vera svona útlítandi og í feitu fötunum sínum memð hné og rass og allt það!!! Veit ekki hvernig þetta væri EF við værum ekki svona fallegar svona þar fyrir utan!!!! H:(
Hjördís G. Thors (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 17:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.