Engar fréttir, góðar fréttir

Já er það ekki satt?

það hefur ekki mikið á mína daga drifið síðan ég skrifaði síðast nema að mamma og pabbi eru loksins komin heim frá Egyptalandi. Ég hafði ekki heyrt í þeim í tvær vikur og var ég orðin nokkuð viss um að mamma hafi dömpað pabba fyrir lítinn arabadreng og pabbi væri ríðandi á úlfaldabaki um eyðimörkina að leita af henni, en svo var ekki.

Helgin hjá mér var nokkuð ljúf. Ekkert krassandi gerðist en ég mun örugglega ná að vinna það upp á næstunni.

Ég lagðist í allsherjar pest í síðustu viku og gafst þá tími til að horfa á alla þætti af Sex and the City. Ég sé það núna að börnin eru að trufla mig í því að eyða ekki öllum mínum peningum í skó og töskur. Þarf að gera eitthvað í málunum. Ég er samt búin að taka ákvörðun að næsta vorferð verður til NY en ekki London eins og vanalega.

Núna ætla ég að fara hugsa meira um útlitið en innihaldið (hahahahah) ........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Tómasdóttir

Eru þau ekki lögð af stað til Nuuk ennþá ???

María Tómasdóttir, 17.11.2007 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband