12.11.2009 | 19:09
Félagsfundur VR
Ég hvet alla félagsmenn til að mæta!
Ágæti félagi VR býður félögum til félagsfundar 30. nóvember nk.Félagsfundur VR, upplýsinga- og umræðufundur, verður haldinn 30. nóvember 2009 kl. 19:30 á Hilton Reykjavík Nordica. Dagskrá er sem hér segir: 1. Samningar og stöðugleikasáttmáli (Kristinn Örn Jóhannesson, formaður VR) 2. Skipulag launþegahreyfingarinnar: o VR (Kristinn Örn Jóhannesson, formaður VR) o LÍV (Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, formaður LÍV) o ASÍ (Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ)3. Stefnumótun VR (fulltrúar ParX kynna) 4. Umræður, stjórn VR situr fyrir svörum.Félagsmenn eru hvattir til að mæta. Bestu kveðjur, starfsfólk VR | |
VR Kringlunni 7 - 103 Reykjavík Sími 510 1700 - Fax 510 1717 Tölvupóstur vr@vr.is | |
Athugasemdir
Verður barinn opinn ?
Sveinbjörn Árnason (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 20:05
15.11.2009 Mótmæli: Samstöðu fundur kl 12:00 þriðjudag... Nýtt Ísland boðar til mótmæla og samstöðu fundar kl 12:00 n.k. þriðjudag fyrir framan Félagsmálaráðuneytið Tryggvagötu. Við mótmælum vilja og aðgerðarleysi ríkisstjórnar í garð heimilanna í landinu sem eru að verða fyrir þeirri mestu kjaraskerðingu sem um getur. Kjaraskerðing í formi hækkunar lána og eignabruna. Bankarnir taka yfir húsnæðislán með 44% afföllum, en ekkert er í boði fyrir hinn almenna nema að lengja í lánum. Verðtrygging afnumin strax. Það tók ríkisstjórnina ekki nema 15 mínútur að tryggja fjármagnseigendur í bankahruninu og því er krafan sú sama hjá heimilunum í landinu, að þeim verði bjargað strax. Við krefjumst þess að öll húsnæðislán verði færð til ármóta 2007-2008. Lántakendur nú stöndum við saman, þannig náum við réttlætinu fram. Mætum og stöndum saman.
Sveinbjörn Ragnar Árnason, 16.11.2009 kl. 21:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.