Færsluflokkur: Bloggar

http://picasaweb.google.com/bellaninja

Sælir góðir hálsar og kirtlar (þeir sem eru enn með sína).

Ég var að setja inn myndir frá Kanarí inn á picasaweb albúmið mitt..... endilega að kíkja á það.

Kveðja úr sólinni ...... GULBRÚN og co


Sma skilabod fra Kanari

Hello,

Vildi bara senda kvedju á ykkur. Thad er smá sólbruni í gangi en ekkert alvarlegt. Ísabella er í essinu sínu og thykist geta prumpad og ropad á spaensku, Irena kemur varla upp úr lauginni og Óli er ekkert smá duglegur ad hjálpa mér. Erum í Tívolíi núna og vorum í dýragari í dag. Hótleid er frábaert og vedrid flott.

Laet ykkur heyra frá mér aftur fljótlegaCool


Á morgun

Hæ Hó

Ég vil bara láta ykkur vita að á morgun fer ég til Kanarí og ætla að liggja þar yfir páskana. Aðal markmiðið verður að slappa af, ná sér í smá lit á kroppinn, borða góðan mat og byggja sandkastala með krökkunum. Það verður s.s. ekki mikið um bloggfærslur næstu 10 dagana eða svo. Ég mun samt reyna að komast á netið annað slagið og jafnvel dæla inn myndum fyrir ykkur sem eruð hérna á klakanum.

Með kveðju, Gulbrún Grin


Hin Nýja Ég

Þá er það komið á hreint. Ég er að fara að vinna hjá Microsoft á Íslandi. Verð ég með starfsheitið "Microsoft Dynamics Tele Account Manager" hvað sem það nú þýðir.... hahahhah.... Núna er svo stutt í vinnuna mína að ég hreinlega reima á mig línuskautana og rúlla af stað og er komin eftir 1,5 mín (það kanski borgar sig að læra að bremsa). Ég er svo spennt því að núna gefst mér tækifæri á því að hafa stelpurnar mínar hjá mér alltaf ef út í það fer. Annað sem er nýtt hjá mér er að ég er búin að vera reyklaus í 10 heila daga. Þeir sem að þekkja mig vita að ég fæddist með sígó í munninum og hef nánast ekki dregið andann nema í gegnum filter. En núna hljóp íþróttaálfur í mig og er ég daglegur gestur í Laugum þar sem ég borga honum Bjössa fyrir að fá að hlaupa en ekki fara neitt, lyfta þungum hlutum svo mig svíður í kroppnum og svitna svo mikið að ég þarf að þvo fötin sem ég er í alla daga.  
Þetta er s.s. hin nýa og endurbætta Guðrún sem talar og mun stefnan vera tekin á laugarbakkann í sumar í pínulitlu bikini, hel brún og vöðvastælt.

Mikið að gerast.....

Það er búið að vera svo mikið að gerast hjá mér seinustu daga að ég hef ekki haft tíma til að skrifa. Á næstunni verða breytingar hjá mér og ég mun tilkynna það hérna um leið og ég get.

 

 Bless í bili...........


Gulbrún Svettlana Mishka

Gleymdi að segja frá því að á árshátíðinni áttu allir starfsmenn að standa upp og kynna sig og makann sinn. Hann Eyþór var nú samur við sig og stóð hressilega upp og kynnti mig sem Gulbrúnu Svettlönu Mishka..... hahahahah..... svo seinna um kvöldið þá kemur starfsmaður að mér og fer að tala við mig á Rússnesku..... ég svarði bara "Da". Það tók smá tíma að útskýra fyrir mann greyið að ég væri nú hreinræktuð íslensk stelpa........

 Svona er nú lífið skemmtilegt, er það ekki annars?


Flogið verður með gísla til Bretlands

Ofsalega er ég nú fegin. Því fjær því betra. Ég veit nefnilega nákvæmlega hvernig það er að vera í "gíslingu"........

 


mbl.is Flogið verður til Bretlands með gísla sem komið var til bjargar í Eþíópíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

13.03.07

3 vikur í Kanarí

2 kíló farin

0 sígarettur

2 lítrar af vatni

1 leiðinda bréf

2 skemmtileg bréf

20 símtöl

3 flottir krakkar

.......... er þetta ekki bara ágætt á einum degi?

 

 


Nokkuð góð helgi.....

Jú jú, nokkuð góð helgi bara. Fór á árshátíð hjá Rafmiðlun á Hótel Örk og það kom bara skemmtilega á óvart. Var samt að vonast til að vinna "krumpu" en svo varð ekki. Ætli ég verði ekki bara að fjárfesta í einni bara sjálf. Stórhljómveitin "Feðgarnir" spiluðu fyrir dansi en það kom svo á daginn að þeir eru nú bara frændur en ekki feðgar. Ég var fjöldskyldu minni til sóma og dillaði mér létt við "Lóu Litlu á Brú" og "Undir bláhimni" (en þeir sem þekkja mig vel vita hvað ég er "ofsalega" hrifin af þessari tónlist). Þessu var nú bara bjargað inn í einu herberginu þar sem gítar var til staðar (Nei ég var ekki að spila) en ég þekki gítarleikarann vel og ef þið viljið bóka hann þá er bara að hafa samband við mig og við finnum herbergi þar sem hann getur spilað fyrir ykkur. Í gær var var pínu heilsubrestu en því var bjargað með bíóferð, pizzu, videomynd, nammi, hamborgara, snakki, sjónvarpsglápi og tilheyrandi. Vaknaði svo eldhress i dag , fór í ræktina, sund, tók til heima og er nú að undirbúa það að leggjast á hægra eyrað.

Látum nú ekki smá glens eyðileggja vikuna.............


Þetta er yndislegur dagur

Já er það ekki bara?

Núna eru 28 dagar (4 vikur, fyrir þá sem ekki eru góðir í stærðfræði því að 28/7=4) þangað til að ég fer með börnin mín til Kanaríeyjar. En það þýðir líka að ég hef bara 28 daga til að massa mig upp svo ég geti labbað stolt á sundlaugarbakkanum. Sonur minn er svo duglegur í ræktinni núna og er að verða hel-flottur, ætli það endi ekki þannig að eg þurfi að passa hann meira en stelpurnar mínar. Annars eru þær svo duglega núna. Irena er farin að synda og Ísabella kafar, syndir í kafi og fer í vatnsrennubrautir alveg sjálf. Þetta væri nú ekki fréttir nema að vatnshræðsla var alsráðandi hjá þeim fyrir stuttu. Merkilegt hvað smá hvatning getur gert.

Kanski ég þurfi bara svona hvatningu... eru þið ekki til í að koma með mér í ræktina og hvetja mig áfram?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband