30.12.2010 | 14:25
VR félag félagsmanna!
Kæru VR félagar,
Á fundi stjórnar VR í gær lagði ég fram tillögu mína um að öll stjórnin segi af sér og boðað verði til kosninga. Þar sem þessi tillaga er sett fram undir dagskáliðnum önnur mál má ekki taka afstöðu til hennar fyrr en á næsta fundi.
Á ég ekki von á að hún fái hljómgrunn þar sem Skuggarnir gera allt til að verja félagið sitt og stjórnarsætin sín.
Það er mín einlæga ósk að vinnufriður komist á innan VR. Formaðurinn, Kristinn Örn hefur ekki hjálpað til í þeim efnum með einræðistilburði sem hefur bara gert stjórnina enn klofnari.
Ein fylkingin hélt leynifund í húsnæði N1 í vikunni með hluta af trúnaðarráði til að kynna fyrir þeim formannsefnið þeirra hann Stefán Einar siðfræðing en kaus svo á móti vantrausttillögu á sitjandi formann. Maður spyr sig hvernig er hægt að starfa með svona fólki? Er ekki heiðarlegt að allir víki?
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, stjórnarmaður VR
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gott hjá þér. Ég hef greitt í þetta félag í 25 ár og hef verið að lesa um það sem er í gangi í þessu félagi. Spurningin er hvað getur hinn almenni félagsmaður gert til að koma þessu fólki frá. Hef ég atkvæðisrétt ???
Brynjar (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 15:09
Sæll Brynjar,
Eins og staðan er í dag hefur hin almenni félagsmaður ekki atkvæðisrétt nema í allsherjarkosningum. Því langar mig til að breyta og ætla að leggja fram tillögu þess efnis á framhaldsaðalfundi sem verður haldinn vonandi í janúar. Endilega mættu á þann fund og kjóstu um ný kosninga lög.
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, 30.12.2010 kl. 15:21
Þakka þér svarið. Ég er bara hræddur um að það dugi ekki til. Manni finnst eins og félagsmenn hafi takmarkaðan áhuga á félaginu og að stjórnin sé ekki í neinum teinslum við hinn almenna félagsmann. Þetta er að sjálfsögðu miður og líklega svokallaðir "Skuggar" sem græða á þessu almenna áhugaleysi. Þú heldur vonandi áfram að reyna og ég á að sjálfsögðu að nota atkvæðisréttinn minn.
Gleðilegt ár.
Brynjar (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 15:52
Þetta upplausnarástand hjá ykkur í VR er miniútgáfa af þjóðfélaginu, þar sem ríkjandi valdhafar eru óhressir með þetta andskotans lýðræði sem bara þvælist fyrir. Menn vilja geta stjórnað aðganginum að kjötkötlunum.
Í Alvöru talað!
Ólafur Þór Gunnarsson, 30.12.2010 kl. 20:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.