Rangur misskilningur

Mikið hefur verið skrifað í fjölmiðlum um málefni stjórnarmanna hjá VR á undanförnum dögum. Það hefur haft það í för með sér að margir félagsmenn klóra sig nú í hausnum og skilja ekki upp né niður í því hvað er í gangi og finnst mér það ekki skrýtið.

Einn helsti misskilningurinn er sá að vegið hefur verið að rétt kjörnum formanni VR. Þetta er alls ekki málið því að formaðurinn, Kristinn Örn heldur svo sannarlega öllu því embætti sem hann var kosinn til. Það eina sem tekið var af honum var umsjón með daglegum rekstri skrifstofu, en það er hlutverk framkvæmdastjóra. Þegar formaður fær kosningu er hann ekki kosinn sem framkvæmdastjóri, það er hlutverk stjórnar að ráða í þá stöðu. Kristinn Örn fékk umboð stjórnar til að sinna þessu starfi með formannsembættinu á sínum tíma, en á síðasta stjórnarfundi var samþykkt að taka það umboð til baka. 

Vilji félagsmanna að hafa Kristinn Örn sem formann stendur enn og er ekki í höndum stjórnamanna að breyta því.

Ég vil svo minna á framhaldsaðalfund félagsins sem haldinn verður 11.01.2011. á Hilton Nordica kl. 19.30. Þar verða t.d. tvær tillögur er snúa að kosningarétti félagsmanna lagðar fram og önnur mál rædd. 

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, stjórnarmaður VR


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband