Framhaldsaðalfundur VR

Ágætu félagsmenn VR,

Í kvöld verður haldinn framhaldsaðalfundur hjá VR þar sem á að kjósa um breytingu á núverandi kosningalögum. Stjórnin hefur samþykkt að leggja fram tillögu sem ég get ekki sætt mig við. Ég hef barist fyrir því að hinn almenni félagsmaður fái alltaf að kjósa sér stjórn og formann. Mun ég því styðja við breytingatillögu við allri 20 gr. félagsins sem borin verður upp en hún er eftirfarandi :  http://bellaninja.blog.is/users/9a/bellaninja/files/20_gr.pdf

Þessa leið tel ég vera besta fyrir félagsmenn VR þar sem lýðræðið fær að njóta síns með beinum kosningarétti allra ár hvert.

Þó svo að fáir notuðu kosningarétt sinn í seinustu kosningum hjá VR skulum við ekki gleyma því að hafa val er frelsi og á að vera réttur allra sem borga félagsgjöld.

kv,

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, stjórnarmaður VR


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband