Esjan á miðvikudag - Vífilsfell seinasta miðvikudag - Sumarbústaður í næstu viku

Já það er mikið um að vera þessa dagana. Seinasta vika var nokkuð þétt bókuð þar sem ég var með stelpurnar. Við fórum í sund, á línuskauta, í bíó, í nauthólsvík, á Úlfarsfell og í útilegu. Ísabella sagði við mig á laugardagskvöldið alveg uppgefin " mamma við hreyfum okkur svo mikið þegar við erum hjá þér". En eins og sést á fyrirsögninni þá er margt að gerast. Ég er komin í herþjálfun hjá honum pabba og dröslar hann mér upp á hvert fjallið á eftir öðru. Ég hélt að ég mundi hósta upp tjörukúlu á leiðinni upp á Vífilsfell en það flokkast víst undir fjall og hef ég því sigrast á fjalli loksins. Stefnan er svo tekin á Esjuna næstkomandi miðvikudag (verður spennandi að sjá hvernig það gengur). Ég ætla svo að drösla börnum í sumarbústað í næstu viku.

Annars er nokkuð þétta dagskrá í vinnunni. Microsoft er með áramót núna um næstu mánaðarmót og gengur allt út á að loka þessu fjárhagsári með glæsibragð eins og hefur tíðkast hingað til.

Núna verða allir að verða Vist-vænir og fá sér Microsoft Vista, uppfæra Office í 2007 og öll fyrirtæki á landinu að fá sér CRM.

Sjáumst/heyrumst...... G-JÓ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Hósta upp tjörukúlu - þú ert auðvitað snillingur og dóttir föður þíns...... Duglega Dísan mín......

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 26.6.2007 kl. 10:52

2 identicon

Guðrún mín......Kemur þú af fjöllum??? Are you coming from the mountains??? Vil helst ekki hugsa mikið um þessa tjörukúlu!!! (ef þér væri sama!!oj oj oj) Hjördís frænka:)

Hjördís G. Thors (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 13:57

3 Smámynd: Hugrún Bjarnadóttir

Blessuð.

Það var frekar erfitt að fara upp Vífilfellið, en maður var sáttur á eftir:) hehehe...

Kv; Hugrún.

Hugrún Bjarnadóttir, 27.6.2007 kl. 19:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband