Upp að steini á klukkutíma .....

Já það var heldur betur tekið á því í gær. Fór upp á Esju og Gunni bróðir vildi endilega fara styttri en erfiðari leið og ég mátti ekki vera minni maður (kona) en hann svo ég dröslaðist með honum, andandi blóði, en náði upp að steini á klukkutíma. Fróðir menn sögðu mér að þá væri ég tilbúin á hnjúkinn (það væri nú sjón að sjá..hahahah). Í fyrsta skiptið var ég nú á undan pabba (Jibbícola). Ég var beðin um af vinnufélögum að færa fórnir upp á toppi þar sem við erum að nálgast markmiði (nr.3) í ársuppgjöri og þurfum bara smá herslumun. Gunni bróðir stakk upp á því að ég fórnaði pabba þar sem við fengjum nú örugglega eitthvað fyrir hann en pabbi sagði að það væri lítið sem ekkert að fá fyrir hann svo ég sleppti því Grin

En ég hef þá sigrast á þessu, verð samt að segja að mér finst Vífilsfell skemmtilegra.

Veit ekki hvað það verður næst... kannski Keilir. Í kvöld verður það alla vegna hvítvín með frænku og setið alla tímann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Loksins þegar duru fór af stað í göngurnar þá er hún eins og Reynir Pétur, óstöðvandi í labbinu :-)

Hlakka til að sjá þig sitjandi með mér í hvítvíninu.

Ingibjörg Thors (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 15:26

2 identicon

ROSALEGA ertu dugleg Guðrún mín!!!  Nú mega hin fjöllin fara að vara sig....Himalæja og Everest og hvað þau nú heita....( Ætli ...læja þýði fjall á indversku???) Hvað er  þá jambolæja???

Hjördís frænka:)

Hjördís G. Thors (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 16:03

3 identicon

Takk fyrir siðast...verst að fa ekki að sja þig a linuskautunum a leiðinni heim ;)

Svanhildur (IP-tala skráð) 29.6.2007 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband