Sumarið er tíminn þegar mér líður best......

Ofsalega á það vel við mig að vera í sól og hita. Ég finn bara hvernig lundin verður öll mýkri og betri. Í seinustu viku fór ég með stelpurnar í sumarbústað í Skagafjörðinn og var slegið tíma met í pottinum held ég. Ég kom alla vegna heim með létt soðin börn. Þessa vikuna ætlum við Óli að vakan snemma og fara í sund áður en við förum í vinnuna, ég held að það sé alveg nauðsynlegt því að ég var gjörsamlega búin að snúa sólahringnum við í þessu stutta fríi sem ég var í. Ég þarf nú að gera svo eitthvað í úthaldsmálum því að stefnan er tekin á að hlaupa 10 km í Glitsins maraþoninu sem verður haldið þann 18 ágúst nk. (við verðum nú bara að sjá til með það samt Blush)

Bið að heilsa í bili.....

Kveðja G-JÓ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég fannþað út að ef maður fer til Vestmannaeyja á Þjóðhátið....tilbúin að skemmta sér og ´njóta lífsins.....þá ...LÉTTIST LUNDINN!!!

(bæði með einu og tveim N-um)

Hjördís G. Thors (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband