Á staurinn og hægri snú...

Á mánudaginn s.l. fórum við í vinunni í svokallað kickoff (útspark) fyrir komandi ár (hjá okkur byrjar nýtt ár í júlí). Það var haldið á Nesjavelli og í Adrenalínsgarðinn, þar var þurfti ég að eiga nokkur orð við sjálfa mig sérstaklega þegar ég átti að standa upp á 10 m háum staur sem virtist vera 1 cm í þvermál. Það var ávaða rok og rigning. En upp fór Guðrún, snéri sér í hálfhring og endaði í Karate Kid stöðunni áður en ég hoppaði fram af. Rosalega var ég sátt með sjálfa mig eftir þetta.

En núna er það Golf..... er að fara að sveifla í fyrsta sinn kylfu (vonandi drep ég engan). Kem svo heim á morgun til að fara á tónleika (júbbídú) 

Kv, Gulbrún       


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Núna er ég stolt af frænku.  Ég fór í adrenalíngarðinn fyrir nokkrum mánuðum með UT sviðinu okkar og skreið þar um á fjórum fótum eftir pallinum með þrautunum öllum og neitaði að fara lengra.....þar sem ég fann ekki fyrir löppunum á mér og skalf, vinnufélögum til mikillar skemmtunar...þeir spurðu "hvar er traustið hjá mannauðsstjóranum okkar" og tóku þetta síðan upp á video.

Ég lét þennan staur alveg vera.........

Guðrún, þú ert HÁLOFTAHETJAN MÍN

Ingibjörg Thors (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 11:31

2 identicon

Ef að maður svitnar við að lesa þetta.. á maður þá möguleika á því að gera þetta...  núna langar mig að fara og prófa....

Stella (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband