18 holur og engin drepinn

Já mín fór í sitt fyrsta golf núna á föstudaginn s.l.. Ég hafði aldrei slegið golfkúlu með golfkylfu áður og var því sett í lið með tveimur sem eru með undir 10 í forgjöf. Þetta endaði að okkar lið vann (ekki mér að þakka þó) og ég fékk þessa fínu 5 tíma einkakennslu í golfi. Núna er ég bara að leita mér að góðum driver LoL. Svo var endað á Hótel Rangá sem er bæ þe vei rosa flott hótel. Ég fékk þetta fína Delux herbergi, þar sem ég var eina konan í hópnum með hornbaðkari og læti. Ég mæli með svona ævintýri ef ekkert er að frétta í bænum.... ekki spurning

Kv, G-JÓ Woods


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er aldeilis gaman hjá þér!  Gangi þér vel í golfinu, ekki búast við mér á vellinum...skal hitta þig á eftir.

Ingibjörg Thors (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 10:48

2 identicon

Skil vel að Ingibjörg vill ekki hitta þig á vellinum....hahahahaha!!! Við mæðgur fórum nefnilega í æfingatíma saman og hún var miklu betri en ég....hahahahaha Ég sló annaðhvort heilu þúfurnar upp í tré EÐA ég slo eins og Tiger Woods!!! Ingibjörg nefnilega nokkuð lunkin.......EN ef við erum ekki BESTAR........ALLTAF þá erum við HÆTTAR!!!!!! h:)

Hjördís G. Thors (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband