18.9.2007 | 23:10
Með snert af bráðkveddu
Já hérna heima hafa nokkrir legið með snert af bráðkveddu. Sýnist samt að allir ætli að lifa þetta af þó svo að nokkur hóst heyrist af og til.
Það er nóg að gera í vinnunni og er ég að undirbúa mig fyrir brottför til Aþenu. það verður gott að fá smá sól til að þurrka upp berklana. Ég er orðin svo alþjóðleg vegna vinnu að ég er farin að dreyma á Latínu, (scrotum - rectum). Nei en annars er allt dásamlegt að frétta, væri samt til í að fara gera herbergið mitt svo ég allir unglingarnir í hverfinu séu ekki að horfa á mig sofandi þar sem þeir streyma út úr herbergi sonar míns. Annars er hann byrjaður í æfingaakstri (guð blessi alla í umferðinni núna). Mér finnst þetta samt svo ótrúlegt að ég sem er rétt rúmlega tvítug get átt strák sem er að byrja að keyra. Ég held samt að fleiri hafi lenti í þessu.
Micro-stuð-kveðjur..... GJÓLA
Athugasemdir
Hvaða endalausu ferðalög eru þetta - það væri nær að bjóða frænku sinni með. Er að vísu ekki með berkla sem þarf að þurrka upp - en ég gæti gert mér þá upp - fyrir þennan pening!
Duglegadísufrænkublómið mitt!
Ingibjörg Gunnarsdóttir, 19.9.2007 kl. 08:56
Ef þetta er ekki alvarleg sýking þá er bara talað um BERKIL´( í eint.) og er oft talið að fólk geti jafnvel lifað það af.... Séu þetta aftur á móti kverkaskýtar (margir) og hor útá kinn (oft) þá er hægt að ræða um berkla (flt.) en þá er að hringja til LÆKNIRIS (eins og konan sagði hér um árið) og biðja um PENIS-ILLIN ( eins og sama kona sagði hér um árið líka!!) Hún er reyndar dáin núna og var jörðuð í Grafningnum. !!!!!!
Hjördís G. Thors (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 17:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.